
Fyrri viðburðir
Past Events
Jack Armitage
Þóranna Björnsdóttir
laugardag 28. júní kl. 20:00
Jack Armitage er tónlistarmaður og hönnuður með yfirgripsmikla þekkingu á tækni og tækninýjungum. Hann er stofnandi Afverhju Ekki – The Absolutely Everything Studio og starfaði sem nýdoktor við Intelligent Instruments Lab við Háskóla Íslands.
Hann er með doktorsgráðu í Media & Arts Technologies frá Queen Mary University of London.
Jack vinnur í alls konar skapandi verkefnum – allt frá tilraunakenndum tónleikasýningum, raftónlistarflutningi og DJ-settum yfir í margmiðlunarinnsetningar, viðmótshönnun, hljóðhönnun, tónlistargerð og tónsmíðar.
Verkefnið hans Lil Data kom út hjá PC Music, og hann hefur unnið í framleiðslu fyrir stór nöfn eins og Charli XCX og Jónsa.
https://jackarmitage.com
Þóranna Dögg Björnsdóttir hefur í gegnum tíðina starfað að þverfaglegum verkefnum í listsköpun sinni, þar sem þátttaka áhorfenda er gjarnan listrænn útgangspunktur við mótun verkanna. Verk hennar eru iðulega sambland af mynd og hljóði; taka form í gegnum hljóð- og myndbandsverk, lifandi gjörninga, innsetningar og skúlptúra.
https://thorannabjornsdottir.com
Samstarfsaðilar Melrakkans eru Heimsendi — Menningarfélag Óskarsbragga, Tankarnir á Raufarhöfn og Listaháskóli Íslands.
Jack Armitage
Þóranna Björnsdóttir
Saturday, June 28 at 20:00
Jack Armitage is a musician, designer and technologist based in Iceland, and the founder of Afverhju Ekki - The Absolutely Everything Studio.
Jack was for three years a postdoc researcher at the Intelligent Instruments Lab, University of Iceland, and has a PhD in Media & Arts Technologies from Queen Mary University of London.
Jack's work spans experimental concerts, electronic club performances and DJ sets, multimedia installations, interface design, sound design, music production and composition, and more.
Jack's project Lil Data released on the PC Music label, and has co-production credits including Charli XCX and Jónsi.
https://jackarmitage.com
Þóranna Dögg Björnsdóttir is a sound & visual artist based in Reykjavík Iceland.
Interweaving image and sound; her work is often built upon the interplay of film and live music performances and takes on the form of sculpture, performance and soundwork.
https://thorannabjornsdottir.com
Melrakkinn is sponsored by Heimsendi — Menningarfélag Óskarsbragga, Tankarnir and Iceland University of the Arts.

Berglind María Tómadóttir
Weston Olencki
Laugardag 28. júní, kl. 17:00
Berglind María Tómasdóttir er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á miðla. Í verkum sínum kannar hún ímyndir, erkitýpur og tónlist sem félagslegt fyrirbæri.
Sem flautuleikari hefur Berglind komið fram víðs vegar um heim og leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy.
Plata hennar Ethereality var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022. Verk Berglindar hafa verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna, Norrænna músíkdaga, Sequences, Myrkra músíkdaga og Listahátíðar í Reykjavík.
Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið í Kaupmannahöfn og lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013. Berglind er prófessor við Listaháskóla Íslands.
https://berglindtomasdottir.com
Weston Olencki er tónlistarmaður frá Suður-Karólínu, búsettur í Berlín. Hán staðsetur hljóðfæri sem menningarleg minni í verkum sínum sem má skilgreina sem tilraunakennd en einnig hefðbundna í marglaga tilveru.
Weston hefur komið fram á Borealis hátíðinni, Counterflows, Donaueschinger Musiktage, Lampo, Musica Nova (sem einleikari með Fílharmóníusveit Helsinki), Black Mountain College, Fílharmóníusveit Lúxemborgar, HKW, Festival Musica, American Academy í Róm, Roulette Intermedium, Jalopy Theatre, Fylkingen, Pioneer Works frá Kra1nich og hlaut Kranichstänerverðlaun á Sumarnámskeiðum Darmstadt árið 2016.
Um verkið:
'Allar klukkur föður míns' er verk fyrir auto-hörpu, elektróník, titrandi mótora og bjöllubúnað sem sóttar eru í klukkur forferðra. Verkið fléttar saman sjálfsævisögulegum þráðum og sögum af fjölskyldu, nostalgíu, tíma og tvísýnu samband þessa alls við Suðurríki Bandaríkjanna.
https://www.westonolencki.com
Samstarfsaðilar Melrakkans eru Heimsendi — Menningarfélag Óskarsbragga, Tankarnir á Raufarhöfn og Listaháskóli Íslands.
Berglind María Tómadóttir
Weston Olencki
Saturday, June 28 at 17:00
Berglind María Tómasdóttir is a flutist and a composer living in Reykjavík, Iceland.
In her work she frequently explores identities, archetypes and music as a social phenomenon through different mediums. Berglind has worked with composers such as Björk, Anna Thorvaldsdóttir, Peter Ablinger and Carolyn Chen, and received commissions from Dark Music Days, the National Flute Association, Sequences Art Festival, Reykjavík Arts Festival and Nordic Music Days to name a few.
Her album, Ethereality, won the 2022 Icelandic Music Awards as the album of the year.
Berglind Tómasdóttir holds degrees in flute playing from Reykjavik College of Music and the Royal Danish Music Conservatory in Copenhagen and a DMA from University of California, San Diego.
Berglind is a professor at Iceland University of the Arts.
https://berglindtomasdottir.com
Weston Olencki is an artist and musician from South Carolina, living now in Berlin.
Their projects position musical instruments as sites of cultural inscription, working fluidly between experimental sound, traditional musics, and their various space/time(s). Weston has previously performed at the Borealis Festival, Counterflows, Donaueschinger Musiktage, Lampo,
Musica Nova (as a soloist with the Helsinki Philharmonic), Märzmusik, Black Mountain College, philharmonie luxembourg, HKW, Festival Musica, the American Academy in Rome, Roulette Intermedium, Jalopy Theatre, Fylkingen, Pioneer Works, and was awarded the Kranichsteiner Musikpreis from the 2016 Darmstadt Ferienkurse.
About:
'all my father's clocks' is a piece for extended autoharp, electronics, vibration motors, and an array of chime mechanisms salvaged from grandfather clocks.
The work weaves together autobiographical ties to family, nostalgia, time, and their ambivalent relationships with the American South.
https://www.westonolencki.com
Melrakkinn is sponsored by Heimsendi — Menningarfélag Óskarsbragga, Tankarnir and Iceland University of the Arts.

Bergrún Snæbjörnsdóttir
John McCowen
laugardag 28. júní, kl. 15:00
Bergrún Snæbjörnsdóttir er tónskáld sem vinnur oft þvert á miðla í leit að lifandi hljóðstrúktúrum og hefur vakið sívaxandi athygli á undanförnum árum.
Tónverk hennar hafa verið pöntuð af ýmsum fremstu tónlistarhópum og tónleikastöðum heims, til dæmis af Sinfóníuhljómsveit Íslands, SPOR Festival og Klang Festival í Danmörku, International Contemporary Ensemble, The National Sawdust og Prototype í Bandaríkjunum, Decibel Ensemble í Ástralíu og INA GRM í Frakklandi.
Hljómsveitir eins og Oslo-Filharmonien, Esbjerg Ensemble, Norrbotten NEO og Cikada í Noregi; Ensemble Musikfabrik og KNM Berlin í Þýskalandi; Avanti í Finnlandi og Distractfold í Bretlandi leikið verk hennar.
Síðan hafa verk hennar verið valin til flutnings á hátíðum á borð við Lincoln Center's Mostly Mozart og Scandinavia House í New York; Southbank Centre, Birmingham Symphony Hall, Tectonics Festival, Sound of Stockholm, Arctic Arts Festival svo nokkrar séu nefndar.
Bergrún er með meistaragráðu í tónsmíðum frá Mills College, Kaliforníu, býr nú í Reykjavík og starfar sem lektor og fagstjóri í tónsmíðum með áherslu á listrannsóknir við Listaháskóla Íslands, frá árinu 2022.
https://www.bergrun.com
Johns McCowen leitar að margradda tungumáli einradda hljóðfæris, sem er klarínettið. Fjölhljóða nálgun Johns nær yfir „bourdon"-óm, samsetningartóna og sláandi samhljóma, sem sýna möguleika hljóðfærisins.
Verkum hans hefur verið lýst af The New Yorker sem „hljóðjafngildi smásæs lífs á rennibraut" og af The Wire sem „furðulegri mynd af hreinu hljóði og mannlegum vilja".
Birtar hafa verið greinar um leik hans í Edition Wandelweiser, International Anthem, Astral Spirits og fleiri ritum.
John hefur starfað með listamönnum eins og Roscoe Mitchell, Arto Lindsay, Skúla Sverrissyni, Lucy Railton, Theresa Wong, Marja Ahti, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Weston Olencki. Þá hefur hann leikið hátíðum svo sem Radio France, Edition Festival í Svíþjóð, Borealis Festival í Noregi, Cafe OTO í Bretlandi, Sequences Festival og Myrkum músíkdögum á Íslandi til að nefna nokkrar.
Hann býr um þessar mundir í Reykjavík, þar sem hann er listrænn stjórnandi tilraunarýmisins Mengis. Hann kennir tónlistarspuna við Listaháskóla Íslands og stundar nám í barokkblokkflaututækni hjá Þórunni Björnsdóttur.
John McCowen notast hvorki við magnara né hljóð framleidd á rafrænan hátt nema tilgreint sé.
https://www.johnmccowen.com
Samstarfsaðilar Melrakkans eru Heimsendi — Menningarfélag Óskarsbragga, Tankarnir á Raufarhöfn og Listaháskóli Íslands.
Bergrún Snæbjörnsdóttir
John McCowen
Saturday, June 28 at 15:00
Hailing from the peripheries of Iceland, Bergrún Snæbjörnsdóttir often integrates sound and other phenomena into an indivisible whole - creating mutable, breathing, living structures through experimental performance practices and notation.
Her works have been commissioned by some of the world's leading music groups, festivals, and venues, including the International Contemporary Ensemble, the Iceland Symphony Orchestra, The National Sawdust, Prototype Festival, Sequences Art Biennial, Tectonics Festival, Nordic Music Days, and Klang Festival.
Ensembles that have presented Bergrún's compositions include the Oslo Philharmonic, Ensemble Musikfabrik, Esbjerg Ensemble, Norrbotten NEO, Avanti Chamber Ensemble, Cikada and KNM Berlin, and her work has also been featured at festivals and venues such as Lincoln Center's Mostly Mozart Festival,
Scandinavia House in New York, Roulette, ISCM's World New Music Days, Birmingham Symphony Hall, Southbank Centre, Ultima Festival, Only Connect and Sound of Stockholm, among others.
Bergrún holds a master's degree in composition from Mills College, California, and currently resides in Reykjavík where she is assistant professor focusing on artistic research at the Iceland University of the Arts.
https://www.bergrun.com
John McCowen's musical life has become an obsession with discovering a polyphonic language on a historically monophonic instrument - the clarinet.
This path has led him to a unique acoustic vocabulary that is akin to an ever-shifting soundscape of electronic feedback. John's multiphonic approach embraces drones, difference and combinatorial tones, and beating harmonics as a means to showcase the compositional potential within a single, acoustic sound source.
His work has been described by The New Yorker as "the sonic equivalent of microscopic life viewed on a slide" and "an astonishing demonstration of pure sound and human will" by The Wire.
Recorded documents of this practice have been released by Edition Wandelweiser, International Anthem, Astral Spirits, and others. He received the Elizabeth Mills Crothers Award for Excellence in Music Composition from Mills College where he received an MA in Music Composition in 2016.
He has collaborated with artists such as Roscoe Mitchell, Arto Lindsay, Skúli Sverrisson, Lucy Railton, Tongue Depressor, Theresa Wong, Marja Ahti, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Weston Olencki, and others.
He has performed at Radio France, Edition Festival (SE), Borealis Festival (NO), Jazzfestival Saalfelden (AT), Cafe OTO (UK), Sequences Festival and Dark Music Days Festival in Iceland and others. His writings have been published in the music journal, Sound American.
https://www.johnmccowen.com
Melrakkinn is sponsored by Heimsendi — Menningarfélag Óskarsbragga, Tankarnir and Iceland University of the Arts.

Hinn 7. júlí 2024 var leikinn flautukonsertinn „Minni" eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur í Norður-Tanki.
Berglind María lék sjálf á flautu sem og dóttir hennar Anna Signý Sæmundsdóttir.
Konsertinn var hluti af sýningunni „Túndran og tifið á Sléttu", sem haldin var af Óskarsbragga.
The 7th of July 2024 the flute concert "Minni" ("Memory") by Berglind María Tómasdóttir found place in the North Tank.
Berglind María played herself on a flute as her daughter Anna Signý Sæmundsdóttir.
The concert was a part of the art exhibition of Óskarsbraggi: "The Tundra and the Twinkling on Slétta".
