Village view from sky.
Village Emblem
Village Emblem

Um Raufarhöfn

Raufarhöfn er á Melrakkasléttu, láglendum skaga, þar sem skiptast á mýrar og smátjarnir, lyngmóar og grýttir ásar. Þar eru einnig gjöful silungsveiðivötn, góðar laxveiðiár og fjörlegt fuglalíf.

About Raufarhöfn

Melrakkaslétta is the name of the peninsula where Raufarhöfn is situated. The landscape is rather flat, with marses and moors, rocky ridges and little ponds. Many good lakes and rivers with trout, char and salmon are in the vicinity. The birdlife is unique.

Raufarhöfn er frá náttúrunnar hendi mjög góð höfn og hefur verið notuð frá því land byggðist. Árið 1836 varð Raufarhöfn löggiltur kaupstaður. Á fimmta og sjötta áratug 20. aldar var þorpið ein helsta útflutningshöfn landsins vegna síldarvinnslu og dreif að fjölda starfandi aðkomumanna til starfa. En síldin hvarf og eftir standa minjarnar og eru Tankarnir hluti af því safni.

Raufarhöfn is a natural harbour and has been used since early Icelandic history. In 1836 Raufarhöfn became a legal trading place. In the forties and fifties of the twentieth century the village became one of the most important export harbours of the country because of the herring fishery and people flocked to Raufarhöfn for work. The herring then disappeared, but the factory houses still stand. The Tanks are a part of these buildings.

Atvinnulíf þorpsins byggist nú helst á strandfiskveiðum og ferðaþjónustu, en þar er einnig ýmsa þjónustu að finna, svo sem grunnskóla, sundlaug, íþróttahús, elliheimili, heilsugæslu og apótek, banka og pósthús, félagsheimili, hótel og gistihús, vélaverkstæði. Þorpið og næsta nágrenni taldi 206 íbúa í ágúst 2024.

The main source of income in Raufarhöfn is fishing industry on a smaller scale and tourism, but there are also all kinds of services: a school, a swimming pool, a sports hall, an old age home, a health center and a drugstore, a bank and a post office, a community house, a hotel and a guesthouse and a garage. The village population in August 2024 was 206.

Á Melrakkaás norðan af þorpinu stendur yfir bygging á Heimskautsgerðinu, sem teiknað var af Hauki L. Halldórssyni að tilstuðlan Erlings Thoroddsens. Hönnunin er byggð dvergatali Völuspár, þar sem nöfn 72 dverga eru talin upp og í gerðinu verður þeim raðað upp til að tákna sólarárið.

On the hill Melrakkaás, north of the village the building of the Arctic Henge is taking place. The hotelier Erlingur Thoroddsen was the initiator, but it was designed by the artist Haukur L. Halldórsson. It is based on the list of the dwarfs in the ancient poem Völuspá, in which names of 72 dwarfs are mentioned and the structure is meant to be a sundial for the year.

Objects made of stone