Village view from sky.
Village Emblem
Village Emblem

Um Raufarhöfn

Raufarhöfn er á Melrakkasléttu, láglendum skaga, þar sem skiptast á mýrar og smátjarnir, lyngmóar og grýttir ásar. Þar eru einnig gjöful silungsveiðivötn, góðar laxveiðiár og fjörlegt fuglalíf.

Raufarhöfn er frá náttúrunnar hendi mjög góð höfn og hefur verið notuð frá því land byggðist. Árið 1836 varð Raufarhöfn löggiltur kaupstaður. Á fimmta og sjötta áratug 20. aldar var þorpið ein helsta útflutningshöfn landsins vegna síldarvinnslu og dreif að fjölda starfandi aðkomumanna til starfa. En síldin hvarf og eftir standa minjarnar og eru Tankarnir hluti af því safni.

Atvinnulíf þorpsins byggist nú helst á strandfiskveiðum og ferðaþjónustu, en þar er einnig ýmsa þjónustu að finna, svo sem grunnskóla, sundlaug, íþróttahús, elliheimili, heilsugæslu og apótek, banka og pósthús, félagsheimili, hótel og gistihús, vélaverkstæði. Þorpið og næsta nágrenni taldi 206 íbúa í ágúst 2024.

Á Melrakkaás norðan af þorpinu stendur yfir bygging á Heimskautsgerðinu, sem teiknað var af Hauki L. Halldórssyni að tilstuðlan Erlings Thoroddsens. Hönnunin er byggð dvergatali Völuspár, þar sem nöfn 72 dverga eru talin upp og í gerðinu verður þeim raðað upp til að tákna sólarárið.

Objects made of stone