
Saga Tankanna
Lýsistankarnir á Raufarhöfn voru reistir á árunum 1938 til 1940, þegar verið var að byggja fiskmjölsverksmiðjuna á staðnum. Lýsistankar standa víðar á Íslandi, á Djúpuvík, Hjalteyri og Siglufirði, en þeir eru minni en þessir tveir. Síðast voru Tankarnir notaðir árið 2006.
HISTORY of the Tanks
Að hausti 2021 sendi Hverfisráð Raufarhafnar erindi til Norðurþings, þar sem farið var fram á að aflagðir Tankarnir yrðu ekki seldir nema með undangengnu samþykki þess eða að leitað yrði samþykkis íbúa með atkvæðagreiðslu. Var Hverfisráðinu í mun að Tankarnir fengju að standa og yrðu notaðir til ýmissar starfsemi. Þeir gætu gegnt hlutverki í ferðaþjónustu og væru vel staðsettir í þorpinu hvað það varðaði.
Haustið 2023 sótti Norðurþing í samstarfi við Gjólu ehf, sem er kvikmyndafyrirtæki á staðnum, um styrk í C.1. sjóð, stefnumótandi byggðaáætlunar stjórnvalda, til að hefja framkvæmdir. Var hann veittur og var sagað fyrir dyrum og settar í hurðir og gerður stígur sumarið 2024.
Fyrstu tónleikarnir í Tönkunum voru þegar þetta sama sumar, áður en framkvæmdir hófust,
þegar Berglind María Tómasdóttir ásamt Önnu Signýju Sæmundsdóttur héldu flautukonsertinn Minni innan listviðburðarins Túndran og tifið á Sléttu,
sem Óskarsbraggi stóð fyrir og var leikið á tvær flautur.
Þeir listamenn sem hafa áhuga á að skrá sig í sögu Tankana hafi samband við tankarnir@tankarnir.is
