A tank photo during construction

Saga Tankanna

Lýsistankarnir á Raufarhöfn voru reistir á árunum 1938 til 1940, þegar verið var að byggja fiskmjölsverksmiðjuna á staðnum. Lýsistankar standa víðar á Íslandi, á Djúpuvík, Hjalteyri og Siglufirði, en þeir eru minni en þessir tveir. Síðast voru Tankarnir notaðir árið 2006.

HISTORY of the Tanks

The fish oil tanks in Raufarhöfn were built between 1938 and 1940, along with the construction of the fish meal factory. Similar fish oil tanks can also be found in other places in Iceland, such as Djúpavík, Hjalteyri, and Siglufjörður, but those are smaller in size compared to the ones in Raufarhöfn.

Að hausti 2021 sendi Hverfisráð Raufarhafnar erindi til Norðurþings, þar sem farið var fram á að aflagðir Tankarnir yrðu ekki seldir nema með undangengnu samþykki þess eða að leitað yrði samþykkis íbúa með atkvæðagreiðslu. Var Hverfisráðinu í mun að Tankarnir fengju að standa og yrðu notaðir til ýmissar starfsemi. Þeir gætu gegnt hlutverki í ferðaþjónustu og væru vel staðsettir í þorpinu hvað það varðaði.

The tanks were last used in 2006. In the autumn of 2021, the Community Council of Raufarhöfn submitted a request to the municipality of Norðurþing, expressing its wish that the tanks would not be sold without the Community Council's consent or the inhabitants' vote. It was important for the Community Council that the tanks remain and be used for various purposes. The tanks could serve a role in tourism and are well situated in the village for that purpose.

Haustið 2023 sótti Norðurþing í samstarfi við Gjólu ehf, sem er kvikmyndafyrirtæki á staðnum, um styrk í C.1. sjóð, stefnumótandi byggðaáætlunar stjórnvalda, til að hefja framkvæmdir. Var hann veittur og var sagað fyrir dyrum og settar í hurðir og gerður stígur sumarið 2024.

In the fall of 2023, the municipality of Norðurþing, in partnership with Gjóla ehf, a local film company, received a grant for the project from the C.1. fund, as part of the strategic regional planning outlined in the parliamentary resolution. The project started in the summer of 2024 with the construction of doorways, installation of doors, and building pathways to the tanks.

Fyrstu tónleikarnir í Tönkunum voru þegar þetta sama sumar, áður en framkvæmdir hófust, þegar Berglind María Tómasdóttir ásamt Önnu Signýju Sæmundsdóttur héldu flautukonsertinn Minni innan listviðburðarins Túndran og tifið á Sléttu, sem Óskarsbraggi stóð fyrir og var leikið á tvær flautur.
Þeir listamenn sem hafa áhuga á að skrá sig í sögu Tankana hafi samband við tankarnir@tankarnir.is

The first concert in the tanks happened in the summer before the construction works began. It featured Berglind María Tómasdóttir and her daughter Anna Signý Sæmundsdóttir. They performed the flute concert "Minni" (Memory) as part of an artistic event directed by Óskarsbraggi.
Artists interested in participating in the tank's history can contact tankarnir@tankarnir.is.

Tanks view from sky