A tank photo during construction

Saga Tankanna

Lýsistankarnir á Raufarhöfn voru reistir á árunum 1938 til 1940, þegar verið var að byggja fiskmjölsverksmiðjuna á staðnum. Lýsistankar standa víðar á Íslandi, á Djúpuvík, Hjalteyri og Siglufirði, en þeir eru minni en þessir tveir. Síðast voru Tankarnir notaðir árið 2006.

Að hausti 2021 sendi Hverfisráð Raufarhafnar erindi til Norðurþings, þar sem farið var fram á að aflagðir Tankarnir yrðu ekki seldir nema með undangengnu samþykki þess eða að leitað yrði samþykkis íbúa með atkvæðagreiðslu. Var Hverfisráðinu í mun að Tankarnir fengju að standa og yrðu notaðir til ýmissar starfsemi. Þeir gætu gegnt hlutverki í ferðaþjónustu og væru vel staðsettir í þorpinu hvað það varðaði.

Haustið 2023 sótti Norðurþing í samstarfi við Gjólu ehf, sem er kvikmyndafyrirtæki á staðnum, um styrk í C.1. sjóð, stefnumótandi byggðaáætlunar stjórnvalda, til að hefja framkvæmdir. Var hann veittur og var sagað fyrir dyrum og settar í hurðir og gerður stígur sumarið 2024.

Fyrstu tónleikarnir í Tönkunum voru þegar þetta sama sumar, áður en framkvæmdir hófust, þegar Berglind María Tómasdóttir ásamt Önnu Signýju Sæmundsdóttur héldu flautukonsertinn Minni innan listviðburðarins Túndran og tifið á Sléttu, sem Óskarsbraggi stóð fyrir og var leikið á tvær flautur.
Þeir listamenn sem hafa áhuga á að skrá sig í sögu Tankana hafi samband við tankarnir@tankarnir.is

Tanks view from sky