Photo of looked up tank ceiling.

Komandi viðburðir

Upcoming Events

The Troubadour Brimir
föstudaginn 11. júlí


Þorgeir Brimir Harðarson
flytur Bubba-lög og sín eigin.

Trúbadúrinn Brimir
Friday July 11


Þorgeir Brimir Harðarson sings his own material and covers by Bubbi.

A Picture of Þorgeir Brimir Harðarson Thule myndir Thule Pictures

Hringmyrkvun
Sýningaropnun laugardag 26. júlí;
síðasti sýningadagur 31.ágúst 2025


Hringmyrkvun, er nýtt verk eftir Siggu Björgu Sigurðardóttir og Mikael Lind, sem er innsetning sem samanstendur af stop-motion vídeói og hljóðverki. Verkið er unnið sérstaklega fyrir Nyrðri-Tankinn á Raufarhöfn, þar sem listamennirnir nota tankinn og umhverfi hans bæði sem efnivið og innblástur við gerð verksins.

Sigga Björg vinnur með stop-motion vídeógerð. Efniviðurinn er oftast teikning á pappír, vinnuferlið er tekið upp, ramma fyrir ramma, með ljósmyndavél á teikniborði. Úr verður hreyfimynd, vídeóverk, þar sem ferlið að búa til verk spilar aðalhlutverkið og útkoman, myndin á blaði sem eftir stendur, verður aukaatriði. Sigga Björg vísar í tankinn og umhverfi hans á beinan og óbeinan hátt í myndheimi sem fikrar sig á milli hins hlutbundna og óhlutbundna.

Mikael býr til elektróníska hljóðheima í margslungnu stafrænu umhverfi þar sem hráefnin eru sambland af frumstæðum synthhljóðum og fundnum umhverfishljóðum sem tekin verða upp og unnin á staðnum. Hljóðin eru oft kunnugleg í fyrstu en taka síðan breytingum og eiga það til að breytast í eitthvað allt annað.

Listamennirnir treysta vinnuferlinu og gefa verkinu að hluta til sjálfstæðan vilja með því að skapa hljóð og myndheim sem þau stjórna ekki alfarið og lokametrar verksins verða því unnir á staðnum, inn í og í kringum tankinn á Raufarhöfn í júlí 2025.
Verkið verður sett upp á snúningspalli í miðju rýminu og mun vídeóverk Siggu Bjarnar snúast hægt um hráa veggi tanksins í síbreytilegu flæði við hljóðverk Mikaels Lind.

Hringmyrkvun er verk sem kannar samspil ljóss og myrkurs, ómblíðu og óhljóða. Myndefnið vísar í margslungna rás tímans, umhverfingar og brenglað aðdráttarafl en hljóðverkið einkennist af samspili flókinna hljóðskúlptúra og ómþýðra orgelharmónía.

Circular Blackout
Opening Saturday 26th of July;
Closure 31st of August 2025


Circular Blackout is a new art work by Sigga Björg Sigurðardóttir and Mikael Lind made of stop motion video and sound sculpture.

The art work is made specially for the Tank in Raufarhöfn, where the artists use the tank and its surroundings both as a material and inspiration in the making of the work.

Sigga Björg works with stop motion vídeógerð. The material is mostly a drawing on paper, the work process is filmed, frame by frame, with a photo camera above the drawing table. The outcome is an animation, a video piece, where the work in progress plays the main role and the outcome, the picture that remains is secondary. Sigga Björg refers to the tank and its vicinity directly and indirectly in a pictorial world between the abstract and the objective.

Mikael creates sound worlds in a complex digital surrounding where the raw materials are a mixture of primitive synth sounds and real sounds from the vicinity, found, recorded and processed at the place. The sounds can be familiar in the beginning, but undergo changes and can end up slightly or directly disfigured.

The artists lean on the work process and partly give the art work an independent will of its own by creating sound- and pictorial world that they not quite control. The last part of the creation will take place on the place; in and around the Tank in Raufarhöfn in July 2025.

Hringmyrkvun/Circular Blackout is an artwork that explores the interaction between light and darkness, soft sounds and harsh noise. The pictorial part refers to multi layered timeline, metamorphosis and distorted attraction. The sound part is characterized by interaction of complicated sound sculptures and ethereal organ harmonies.

An art work